Púlsinn

Púlsinn 5. janúar

Bregðum blysum á loft, bleika lýsum grund. Ojba Rasta slær botninn í jólahátíðina og heilsar hækkandi sól með háheiðnum þettándadansleik á Húrra, miðvikudaginn 6. jan 2016 !!! Við spilum SPÁNÝ lög, ferskar stemmur og svo að sjálfsögðu þetta gamla góða, allt í bland. 

Komið og látið gamminn geysa með okkur og Álfunum!

Eftirfarandi heiðursgestir stíga á stokk: 
Hilmar Örn (Allsherjargoði)
Byrkir & Baddi (Forgotten Lores)
Gnúsi Yones (Amabadama)
Jón Magnús (Vivid Brain)

Húsið opnar átta og dagskráin hefst fljótlega upp úr klukkan níu. 
Aðgangseyrir inn á þennan viðburð er tvöþúsund krónur og eingöngu selt við hurð. 


Lagið Ace of Spades með Mötorhead verður líklega á topp 10 listanum á Bretlandi í vikunni. Aðdáendur Lemmy og sveitarinnar hafa í kjölfar dauða kappans stofnað facebooksíðu sem á að koma laginu, sem kom út 1980, á toppinn. Lagið situr í níunda sæti þessa stundina.Dagskrá Coachella hátíðarinnar hefur verið staðfest og vissulega eru Guns & Roses á dagskránni á laugardagskvöldinu. Það hefur þó ekki verið opinberlega staðfest að þar fari upprunalega útgáfa sveitarinnar þó að að það þyki líklegt.


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.