Púlsinn

Púlsinn 4. janúar

Það verður safaríkt dansiball í Gamla Bíó 22 janúar. Dimma ætlar að trylla lýðinn með dyggum stuðningi Kontinuum. Dj Kiddi Rokk ætlar að hita salinn upp. Miðasala hefst á næstu dögum á miði.is.

Armensk/Ameríska rokksveitin System Of A Down verður heiðruð þann 15.janúar 2016 á Gauknum. 
S.O.A.D. hefur gefið út fimm breiðskífur og selt yfir um 40 milljón eintök. 
Hljómsveitin á ófáa slagara sem munu fá að heyrast á þessum tónleikum en dagskráin spannar lög frá farsælum ferli sveitarinnar sem hófst árið 1994 í Kaliforníu. 
Sett hefur verið saman sérstök hljómsveit til að flytja efnið á heiðurstónleikunum og eru meðlimir gallharðir aðdáendur System Of A Down.
Söngur: Stefán Jakobsson 
Gítar/Hljómborð: Franz Gunnarsson 
Gítar: Hrafnkell Brimar Hallmundsson 
Bassi/Söngur: Erla Stefánsdóttir 
Trommur: Sverrir Páll Snorrason

FORSALAN ER HAFIN Á TIX.IS. AÐEINS 1500KR 


Árslisti Pepsi Max verður í loftinu á miðvikudaginn á X-977. Tuttugu vinsælustu lög ársins 2015 verða spiluð og hefst veislan á slaginu 18:00

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkur