Púlsinn

Púlsinn 15. desember

37 nýjir listamenn hafa bæst við þá tónlistarflóru sem mun taka yfir Laugardalinn 17.-19. júní næstkomandi á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni. Meðal þeirra eru nýmetal- rokksveitin Deftones, heimsklassa plötusnúðurinn Jamie Jones, einn af forsprökkum dubstep tónlistarstefnunnar: Skream, hústónlistargúrúinn Richy Ahmed, plötusnúðahópurinn Visionquest og breski raftónlistarmaðurinn Goldie sem mun taka svonefnt TIMELESS set. Hátíðin er líka að taka á móti umsóknum frá öllum þeim íslensku hljómsveitum sem hafa áhuga á að koma fram á Secret Solstice og er hægt að finna nánari upplýsingar um það á heimasíðu hátíðarinnar secretsolstice.is þar sem er sömuleiðis hægt að kaupa miða á hátíðina.


Xmas, fara fram í Hlégarði Mosfellsbæ fimmtudaginn 17 desember. Allur ágóði tónleikanna rennur í tómstundarsjóð Rauða Krossins til styrktar barna flóttamanna og allir listamennirnir sem koma fram gefa vinnu sína. Þeir sem koma fram eru.

Dimma
Emmsjé Gauti
Júníus Meyvant
Kiriyama Family
Axel Flóvent
Markús & The Diversion Sessions
Himbrimi
Rythmatik
Kontinuum
VIO 

Miðasala er á miði.is og miðaverð eins og alltaf 977kr

Bók vikunnar er Týnd í Paradís er ein umtalaðsta bók ársins og fær einróma lof gagnrýnanda. Í bókinni segir Mikael Torfason sögu sína, foreldra sinna og 
forfeðra. Við sögu koma guð, djöfullinn og Vottar jehóva. Ennfremur hippar, læknar, sjómenn, bændur, húsmæður, drykkjumenn, reykingafólk 
og börn. Þetta er ótrúleg saga sem er  dagsönn.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.