Púlsinn

Púlsinn 11. desember

Risatónleikar í Vodafonehöllinni 19 des  ! 

GUS GUS – GÍSLI PÁLMI – ÚLFUR ÚLFUR

3 af mestu partýböndum landsins koma saman rétt fyrir jól til að skjóta öllum inní jólin í miklu stuði. Vodafonehöllin verður græjuð upp á besta möguega hátt fyrir þessar kanónur í íslensku tónlistarlífi.

Húsið opnar kl 21.00 og partyið stendur til 02.00.

Fjölbreytt veitingasala verður á staðnum og búast má við óvæntum leynigestum

Miðasala inn á tix.is .... verð : 4900.- kr 

18 ára aldurstakmarkBók vikunnar (í næstu viku) er Týnd í Paradís er ein umtalaðsta bók ársins og fær einróma lof gagnrýnanda. Í bókinni segir Mikael Torfason sögu sína, foreldra sinna og 
forfeðra. Við sögu koma guð, djöfullinn og Vottar jehóva. Ennfremur hippar, læknar, sjómenn, bændur, húsmæður, drykkjumenn, reykingafólk 
og börn. Þetta er ótrúleg saga sem er  dagsönn.
Þeir Daníel Hjálmtýsson og Benjamín Náttmörður Árnason renna sér nú niður hlíðar Reykjavíkur með jólalög af gamla skólanum í farteskinu en drengirnir vöktu mikla lukku á Dillon sl. laugardag og í Mótorsmiðjunni sama dag, þar sem þeir frumsýndu verkefni sitt, sem þeir kjósa að kalla, Croon & Swoon. Sleðaferðin er þó einungis rétt hafin og munu þeir Daníel og Benjamín bjóða upp á fría tónleika í plötuversluninni stórfenglegu, Lucky Records við Rauðarárstíg, föstudaginn 11.desember kl. 17.00. Sveinki gamli verður með í för og ef marka má frammistöðu drengjanna um liðna helgi, er von á hlátri ofan í maga í bland við jólastemmingu og jólayl. Lýkur ferðalagi þeirra félaga ekki fyrr en á Þorláksmessukvöldi og verða komandi tónleikar auglýstir þegar nær dregur. Aðgangur er ókeypis.


R.A. THE RUGGED MAN
A-F-R-O (ALL FLOWS REACHOUT)
MR. GREEN (LIVE FROM THE STREETS)

Tónleikarnir munu fara fram í Iðnó þann 12. desember og hefjast þeir kl. 21.00 og standa yfir til kl. 04.00. Listamennirnir gera hlé á tónleikum sínum á meðan bardagi Gunnars Nelson og Connors McGregors í UFC verður sýndur á risatjaldi í Iðnó. Forsala miða er á miði.is.

Xið 977 kynnir, Jólahaug X-ins 977 
Þar sem við gerum ráð fyrir því að allir hlustendur X-ins 977 séu Jólahaugar og kaupa ekki jólagjafir fyrr en seint og síðar meir.
Þá höfum við ákveðið að hjálpa nokkrum heppnum hlustendum með jólagjafirnar í ár. 
Þrisvar sinnum á dag alla föstudaga fram að jólum munum við gefa haug að jólagjöfum. 

Jólahaugurinn inniheldur: 
Gjafabréf frá Jack and Jones
Calvin Klein herrailmur 
Gjafabréf frá Reykjavík Ink Frakkastíg 7. 
Gjafabréf frá Eirberg Lífstíl  Kringlunni •
Gjafabréf frá Pole Sport
Gjafabréf frá midi.is 
       fjölskylduspilið Nefndu þrennt 


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.