Púlsinn

Púlsinn 4. desember

Scott Weiland fyrrum söngvari Stone Temple Pilots og Velvet Revolver er látinn 48 ára að aldri. Weiland var á tónleikaferðalagi með nýja bandinu The Wildabouts og lést í Bloominton Minnesota. Weiland hafði verið í mikilli óreglu mest allt sitt líf og hafa birst myndbönd af honum á tónleikum undanfarið þar sem að hann hefur verið undir miklum áhrifum á sviði.

Vinylplötu og tónlistardagur mótorsmiðjunnar fer fram í Skipholti 5 á morgun milli 1 og 6. Þar verða menn að selja og skiptast á vínylplötum og teiknimyndasögum. Lifandi tónlist verður svo milli 16 og 18. Mótorsmiðjan er góðgerðarfélag svo allur ágóði dagsins af sölubásum og sjoppu rennur til Barnaspítala Hringsins.
Kaffi,gos og léttar smáveitingar verða til sölu fyrir klink.


Nú styttist í rokkjötna en þeir verða í þriðja sinn þann núna á laugardaginn í Vodafonehöllinni. 

Þetta eru Rokkjötnar 2015:

Mastodon (USA)
DIMMA
Sólstafir
The Vintage Caravan
Kontinuum
Muck
Bootlegs
Meistarar dauðans

Heill dagur í bræðralagi rokkaranna, það besta af íslenska rokkinu í dag, og allt saman toppað með einu allra vinsælasta þungarokksbandi 21. aldarinnar.

Miðaverð er 9.490 krónur og miðasala á tix.is
 

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 10:00 - 12:0090s helgi með Frosta
  • 12:00 - 14:00Fótbolti.net
  • 14:00 - 18:0090s helgi með Mána
  • 18:00 - 00:00X tónlist

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.