Púlsinn

Púlsinn 19. nóvember

Púlsinn minnir á kosninguna fyrir harðasta iðnaðarmann landsins en hana finnið þið inná x977.is. Wurth og Heineken munu verðlauna sigurvegarann veglega en hann verður tilkynntur í Harmageddon á morgun.


Muse byrjaði Drones túrinn sinn í Mexíkó í fyrradag. Matt Bellamy hafði lofað miklu sjónarspili og líkti sviðsmyndinni við The Wall þeirra Pink Floyd manna. Það var víst ekki ofsögum sagt þar sem að hópur af drónum er á sviðinu og allskyns brellur umlykja sveitina.Stiklan fyrir Zoolander 2 hefur aldeilis farið á flug síðan að Ben Stiller deildi henni í gær. Benedikt Cumberbatch leikur módel og Will Ferrell snýr aftur sem vondi kallinn. Og Justin Bieber lætur lífið í myndinni. Semsagt von á góðu.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 12:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00X tónlist
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 14:00Fótbolti.net
  • 14:00 - 17:00Á milli búða
  • 17:00 - 22:00X tónlist
  • 22:00 - 00:00Partýzone

Fylgstu með okkur