Púlsinn

Púlsinn 17. nóvember

Ofurgrúbban The Last Shadow Puppets eru búnir að klára aðra plötu sína og kemur hún út 2016. Alex Turner úr Artic Monkeys og Miles Kane skipa sveitina sem gaf út frumburð sinn, The Age Of The Understatement árið 2008. Platan hlaut frábærar viðtökur og hafa aðdáendur beðið lengi eftir meira efni frá sveitinni.

Hjartaknúsarinn Ryan Gosling mun leika aðalhlutverkið í Blade Runner 2 en hann átti nú fína spretti m.a í Drive og ætti því að ráða við hlutverkið. Ridley Scott mun ekki leikstýra myndinni en hann er framleiðandi og kom að því að skrifa söguna. Fyrri myndin kom út árið 1982 og er fyrir löngu orðin klassísk.

Púlsinn minnir á kosninguna fyrir harðasta iðnaðarmann landsins en hana finnið þið inná x977.is. Wurth og Heineken munu verðlauna sigurvegarann veglega en hann verður tilkynntur í Harmageddon á föstudaginn.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.