Púlsinn

Púlsinn 14.11.15

X977 í samvinnu við Würth og Heineken leita að harðasta iðnaðarmanninum á Íslandi. Undanfarnar vikur hefur hlustendum X977 boðist að koma með tilnefningar um harðasta iðnaðarmanninn og komu inn fjölmargar ábendingar um slíka. Sérstök dómnefnd fór svo yfir allar tilnefningar.

Hún hefur valið úr tíu einstaklinga sem þóttu skara framúr og hefst nú kosning á harðasta iðnaðarmanninum á Íslandi inná vísi.is.

Würth og Heineken ætlar verðlauna harðasta iðnaðarmanninn með glæsilegum vinningum en sigurvegarinn verður tilkynntur í Harmageddon á X977, föstudaginn 20. nóvember n.k.


Ný plata frá Jeff Buckley verður gefin út í mars. Lögin fundust þegar að starfsmenn Sony fóru í gegnum hirslurnar í tilefni 20 ára afmælis Grace plötunnar. Ábreiður af lögum frá The Smiths, Led Zeppelin og Bob Marley verða á plötunni og eitthvað af frumsömdu efni.


Fyrrum trommari Mötorhead, Phil "Philty Animal" Taylor er látinn 61 árs að aldri. Taylor var trommari sveitarinnar frá 1975 - 1984 og gekk svo aftur í sveitina frá 1987 - 1992. Phil trommaði á frægustu plötum Mötorhead eins og Overkill, Bomber og Ace Of Spades. 

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 10:00 - 12:0090s helgi með Frosta
  • 12:00 - 14:00Fótbolti.net
  • 14:00 - 18:0090s helgi með Mána
  • 18:00 - 00:00X tónlist

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.