Púlsinn

Púlsinn 11.11.15

Skylmingameistarinn, flugmaðurinn og þungarokksöngvarinn Bruce Dickinson situr við skriftir þessa dagana. Ævisagan hans á að koma út árið 2017 og þar fjallar kappinn eðlilega um árin með Iron Maiden og svo auðvitað allt hitt sem að hann hefur tekið sér fyrir hendur.


Leikarinn Shia LeBeouf hefur tekið æði undarlega stefnu í list sinni undanfarið. Nýjasta verkefni kappans er listaverkefni í leikhúsi einu í New York. Þar hyggst hann streyma myndböndum af sjálfum sér að horfa á þær myndir sem að hann hefur leikið í. Myndböndin koma ekki til með að sýna myndirnar einungis andlitið á LeBeouf að horfa og borða popp stöku sinnum.

Púlsinn minnir á útvarpsþáttinn Albumm sem er á dagskrá Xins í kvöld kl 23:00. Hljómsveitin Rythmatik kíkir til Steinars en sveitin var á dögunum að gefa út sína fyrstu plötu.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 12:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00X tónlist
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 14:00Fótbolti.net
  • 14:00 - 17:00Á milli búða
  • 17:00 - 22:00X tónlist
  • 22:00 - 00:00Partýzone

Fylgstu með okkur