Púlsinn

Púlsinn 10.11.15

Nú er að komast endanleg mynd á Download festivalið sem verður sem fyrr í Donnington Park næsta sumar. Mötorhead, Korn og  Deftones hafa bæst við dagskránna en Iron Maiden, Rammstein og Black Sabbath hafa þegar boðað komu sína. Hátíðin hefst 10. júní.

Hljómsveitin Biffy Clyro er komin í hljóðver að nýju. Drengirnir eru á fullu að hljóðrita en seinasta platan sem að þeir gáfu út, var hin tvöfalda Opposites árið 2013. Sveitin hefur verið í löngu fríi, sem er öllum hljómsveitum hollt en snúa nú fílelfdir til leiks.

David Fricke aðstoðarritstjóri Rolling Stone var á Airwaves eins og svo oft áður. Hann hefur birt lista yfir það besta sem að hann sá á hátíðinni. Pink Street Boys, Reykjavíkurdætur, Fufanu, Gísli Pálmi og Bubbi og Dimma hlutu náð fyrir augum og eyrum Hr. Fricke

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.