Púlsinn

Púlsinn 3.11.15

Nú er komið á hreint hvað dularfullu Stone Roses veggspjöldin þýða. Sveitin tilkynnti í gær að 2 risatónleikar verði í Manchester næsta sumar. The Stone Roses verða sömuleiðis aðalnúmer T In The Park hátíðarinnar. Veðmangarar í Bretlandi veðja sömuleiðis á sveitina sem eitt af stóru nöfnunum á Glastonbury en sveitin átti að spila þar árið 1995 en Pulp var fengin í staðinn. Þetta þykja ánægjulegar fregnir þar sem að margir aðdáendur héldu að sveitin væri hreinlega hætt....aftur.

Og smá sjónvarpsfréttir því að ný Star Trek sería er í burðarliðnum og verður frumsýnd í janúar árið 2017. Ekkert hefur verið gefið upp um mögulegan söguþráð en sömu aðilar koma að verkefninu sem blésu nýju lífi í Star Trek kvikmyndirnar fyrir nokkrum árum. Við fáum einmitt nýja Star Trek mynd í sumar sem nefnist Star Trek Beyond.

Fjórði og síðasti þátturinn þar sem Straumur hitar upp fyrir Airwaves í samstarfi við Landsbankann og Gull verður á  dagskrá á X-inu 977 í kvöld frá 22:00 - 0:00. Birt verður viðtal við Hot Chip, Justman og Lord Pusswhip kíkja í heimsókn, auk þess sem gefinn verður miði á hátíðina. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra mun fjalla um alla þá helstu listamenn og hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni í ár.


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.