Púlsinn

Púlsinn 23.10.15

Reykjavík Comedy Festival stimplaði sig rækilega inn í fyrra þar sem tugir uppistandarar og þúsundir gesta mættust undir merkjum hátíðarinnar. Hátíðin hefst í kvöld og er í samstarfi við Europe Comedy Fest. Sambærilegar hátíðir eru haldnar í Svíþjóð, Noregi, Belgíu og fleiri löndum. Fjöldi virtra og brjálæðislega fyndinna uppistandara stígur á svið í Reykjavík á meðan hátíðinni stendur og því um að gera að skella sér inná Tix.is og athuga með miða.

Eins og frægt er orðið tóku ítalskir Foo Fighters sig til í sumar og fluttu Learn To Fly. 1000 manns fluttu lagið til að fá Dave Grohl og félaga til að halda gigg á svæðinu sem þeir ætla auðvitað að gera. Foo Fighters mæta á svæðið 3. nóvember og mikið óskaplega langar mig að vera á svæðinu.

Lemmy úr Motorhead var í viðtali um daginn og var m.a spurður útí langlífi sveitarinnar og hvað honum finndist um hljómsveitir eins og Radiohead sem umbylta hljómi sínum milli platna. Lemmy fannst þetta mjög eðlileg þróun hjá Radiohead, sveitin hafi alltaf verið léleg og sé því sífellt að reyna að finna sigurformúluna. Slatti af fólki er víst ósammála þessarri fullyrðingu Motorhead frontmannsins.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.