Púlsinn

Púlsinn 20.10.15

Nýjasta stiklan fyrir nýju Star Wars myndina var sýnd í gær. Aðdáendur halda vart vatni af spenningi og Star Wars spjallborð á netinu eru nú full af allskyns kenningum um söguþráð myndarinnar. Miðar á miðnætur sýningu 16 desember fóru í sölu í gær og nú þegar hafa selst nokkuð hundruð miðar.


Og talandi um stiklur. Blur sýndi í gær stiklu úr nýrri heimildarmynd, New World Towers. Myndin fjallar um tónleika þeirra í Hyde Park í sumar og tilurð nýju plötunnar, the Magic Whip. Jafnframt er brothætt samband Damon Albarn og Graham Coxon skoðað.


Öldungarnir í Iron Maiden verða aðalnúmerið á Download hátíðinni næsta sumar. Þetta verða einu tónleikar þeirra á Bretlandi árið 2016. Bruce Dickinson segir að hvergi sé betra fyrir Maiden að spila. Download sé heimavöllur og aðdáendur hliðhollir þungarokki

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00X tónlist
  • 22:00 - 00:00Straumur

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.