Púlsinn

Púlsinn 16. 10.2015

Jonny Greenwood gítarleikari Radiohead segir að sveitin vonist til að túra nýja plötu á næsta ári. Platan er ekki fullkláruð en sveitin hefur verið dugleg í hljóðveri og ef marka má twitterfærslur meðlima þá eigum við von á brakandi ferskri Radiohead plötu á næstunni.


Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone fagnar þeim fáránlega áfanga að hafa verið í loftinu á nánast hverju einasta laugardagskvöldi í 25 ár. Það þýðir næstum 1300 þættir!!! 


Þáttur danssenunnar og þ.a.l. plötusnúðanna í kvartöld ætlar að fagna þessum áfanga í sendiráði og höfuðstöðvum danstónlistarinnar, sjálfum Kaffibarnum helgina 15.-17.okt. Sérstakur tveggja tíma afmælisþáttur verður í loftinu á laugardaginn og hefst hann kl 22:00.


Travis Barler trommari Blink 182 segir að verkjalyfjafíkn hafi næstum dregið hann til dauða. Hann var svo illa haldinn á Ástralíutúr Blink fyrir 11 árum að öryggisvörður varð að vakta hann allan sólarhringinn. Ævisaga Barker Can I Say: Living Large, Cheating Death & Drums Drums Drums kemur út 20 október

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.