Púlsinn

Púlsinn 9.10.15

Útgáfutónleikar nýjustu plötu The Vintage Caravan verða haldnir í Gamla Bíó í kvöld.

Platan Arrival var gefin út af þýska útgáfurisanum Nuclear Blast í maí og fékk platan gríðarlega góðar viðtökur á erlendri grundu. Hljómsveitin kemur eldheit heim eftir viðburðaríkt sumar og tónleikaferðalag med hljómsveitinni Europe sem gerði garðinn frægan med smellinum "Final Countdown". Platan verdur flutt í heild sinni í fyrsta sinn, ásamt eldra efni.

Hljómsveitin er talin ein sú allra besta tónleikasveit landsins og Gamla Bíó einn glæsilegasti tónleikasalur okkar.

Það má enginn tónlistarunnandi missa af þessum viðburði!

Húsið opnar kl. 21:00.
Tónleikar hefjast kl. 22:00Söngvarinn Sturla Atlas, sem sló gegn fyrr á árinu, hefur nú skrifað undir samning við útgáfufyrirtækið Les Fréres Stefson, sem er í eigu þeirra Loga Pedro og Unnsteins Manúels Stefánssona. 

Þeir Stefson-bræður meta samninginn á fimm milljónir króna. Þeir leggja áherslu á að ekki sé um plötusamning að ræða segir á vísi.isFöstudagskvöldið 9. október munu Dikta og Friðrik Dór halda tónleika á Húrra sem þú vilt ekki missa af! Dikta gaf nýverið út plötuna Easy Street og hafa lögin Sink or Swim og We'll Meet Again notið gríðarlegra vinsælda. Dikta hélt uppselda útgáfutónleika í Hörpu og á Græna hattinum á Akureyri og vilja nú leyfa fleirum að heyra lög af nýju plötunni í lifandi flutningi. Lög af Easy Street munu fá að hljóma ásamt heilum hellingi af eldri smellum.
Friðrik Dór hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður á Íslandi síðustu árin og átt hvern smellinn á fætur öðrum í útvarpi og sjónvarpi. Lagið Í síðasta skipti er eitt mest spilaða lagið í íslensku útvarpi síðasta árið og mun eflaust fá að hljóma í fyrsta sinn á Húrra föstudaginn 9. okt. Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone fagnar þeim fáránlega áfanga að hafa verið í loftinu á nánast hverju einasta laugardagskvöldi í 25 ár. Það þýðir næstum 1300 þættir!!! 

Þáttur danssenunnar og þ.a.l. plötusnúðanna í kvartöld ætlar að fagna þessum áfanga í sendiráði og höfuðstöðvum danstónlistarinnar, sjálfum Kaffibarnum helgina 15.-17.okt. 


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.