Púlsinn

Púlsinn 8.10.15

Fjórða hljóðversplata hinnar stórgóðu Cage The Elephant verður pródúseruð af Dan Auerbach úr The Black Keys. Platan heitir Tell Me I´m Pretty og kemur hún út 18 desember. Platan Melophobia kom út 2013 og náði ofarlega á vinsældarlista víða um heiminn. Púlsinn bíður spenntur eftir fyrstu smáskífunni sem að þið fáið auðvitað að heyra á X-977.

Munir tengdir Ian Curtis heitnum söngvara Joy Division hafa löngum verið vinsælir meðal safnara. Nú hefur eldhúsborð kappans poppað upp á ebay en það var á sínum tíma staðsett í eldhúsinu þar sem að söngvarinn hengdi sig árið 1980. Hæsta boð stendur í 112 pundum.

Jack White mætti í götupartý á dögunum en partýið var haldið við götuna sem hann býr við í Nashville. Jack blandaði geði við nágranna sína og afsakaði sig fyrir að mæta illa á götuviðburði. Enginn í veislunni gerði sér grein fyrir því að alþjóðleg rokkstjarna væri á svæðinu. Það var ekki fyrr en að sonur eins íbúans við götuna sá myndir úr veislunni að sannleikurinn kom í ljós en sonurinn er að eigin sögn mikill aðdáandi hr White.

Púlsinn minnir á Funkþáttinn sem er á dagskrá Xins í kvöld kl 22:00

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.