Púlsinn

Púlsinn 5.10.2015

Í Straumi í kvöld verður kíkt á nýtt efni frá Kaytranada, Sophie, Autre ne Veut, Fred Thomas og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Hljómsveitin Slipknot ætlar í stóran túr um Bretlandseyjar á næsta ári. Corey Taylor hlakkar mikið til að eigin sögn, hann segir að breskir tónlistaraðdáendur séu þeir allra bestu. Nú er bara að finna sér miða og skella sér.

Miðar á Glastonbury hátíðina fóru í sölu í gær en hátíðin er ein sú virtasta og vinsælasta í heimi. Miðarnir seldust upp á hálftíma. Eins og alltaf hafa fáar sveitir verið staðfestar á Glastonbury en breskir veðbankar veðja á að Coldplay verði aðalnúmerið næsta sumar.

Og smá bíófréttir í lokin en The Martian með Matt Damon sló met á sinni fyrstu sýningarhelgi í Bandaríkjunum. Myndin er með aðra stærstu októberopnun í sögunni en geimmyndin Gravity náði örlítið meiri aðsókn. The Martian þénaði 55 milljónir dala í Bandaríkjunum og 100 milljónum á heimsvísu.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Ómar Úlfur
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00X tónlist
  • 22:00 - 23:00Gufuvélin
  • 23:00 - 00:00Funkþátturinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.