Púlsinn

Púlsinn 2.10.15

Karakter í nýju Star Wars myndinni er byggður á Beastie Boys segja aðdáendur myndanna. Persónan heitir Ello Asty og er víst kærulaus flugmaður á vegum andspyrnuhreyfingarinnar. Áletrun á hjálmi kappans Born to Ill vísar í þriðju plötu Beastie Boys, Licenced to Ill og nafnið Ello Asty er sömuleiðis vísun í plötutitilinn Hello Nasty.

Kvikmyndaleikstjórinn John Carpenter mun  flyta tónverk úr kvikmyndum sínum á ATP næsta sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem að leikstjórinn gerir slíkt. Költkvikmyndaaðdáendur eiga vafalítiið von á góðu en tónlist úr myndum á borð við Christine, Halloween og They Live. ATP fer fram 1-3 júlí næstkomandi.

Við erum HAM og þið eruð HAM. Og saman verðum við HAM í Gamla Bíói í kvöld. Húsið opnar kl. 20:00 og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21:00 en þá stígur Lazyblood á svið. Miðasala er  á tix.is og er miðaverði stillt í hóf. HAM er að vinna að nýrri plötu og mun flytja nýtt efni í bland við gamalt á tónleikunum.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00X tónlist
  • 22:00 - 00:00Straumur

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.