Púlsinn

Púlsinn 30.09.2015

Útvarpsþátturinn Albumm í umsjón Steinars Fjeldsted verður á dagskrá X-977 kl 11 í kvöld. Tinna og Logi Marr úr hljómsveitinni Lily Of The Valley mæta í spjall og spila tónlist sem að þau eru að fíla þessa dagana. Svo er það auðvitað bara íslensk tónlist sem flæðir í gegnum þáttinn

Hljómsveitin The Dead Weather, eitt af hliðarverkefnum Jack White, var á dögunum að gefa út plötuna Dodge and Burn. Sveitin mun þó ekki fylgja plötunni eftir með tónleikahaldi aðallega vegna þess að hin hljómsveit gítarleikarans Dean Fertita er að fara að semja og taka upp nýtt efni. Sú hljómsveit er engin önnur heldur en Queens Of The Stoneage sem hafa verið í hvíld síðan að Like Clockwork túrinn kláraðist fyrir nokkrum árum.

Limp Bizkit hafa verið dugleg að taka Killing In The Name þeirra Rage Against The Machine á tónleikum. Fred Durst hefur sömuleiðis mært Rage og þakkað þeim sem frumherjum á rapp/rokk sviðinu. Aðdáunin virðist ekki vera gagnkvæm því að Tim Commerford bassaleikari Rage hefur beðist afsökunar á því að hafa haft áhrif á tilurð Limp Bizkit.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.