Púlsinn

Púlsinn 28.09.2015

Hljómsveitin The Strokes er komin aftur í hljóðver og er að taka upp nýtt efni. Sveitin gaf út plötuna Comedown Machine árið 2013. Platan fékk fína dóma en sveitin fylgdi henni ekki eftir með tónleikahaldi aðdáendum til sárra vonbrigða. Það er vonandi að The Strokes skelli sér á túr eftir að nýja platan kemur út.

Söngkonan Karen O var að eignast sitt fyrsta barn á dögunum.Karen er gift leikstjóranum Barnaby Clay sem hefur gert myndbönd fyrir Cnarls Barkley og Depeche Mode. Söngkonan birti mynd af sér með syninum á Instagram og virðast allir við hestaheilsu sem er fagnaðarefni.

Og smá bíófréttir en Sean Astin sem lék aðalhlutverkið í hinni mögnuðu The Goonies segir að það sé framhald á leiðinni. Hann viti reyndar ekkert um það en segir að það sé óhjákvæmilegt. Púlsinn er sammála og krossar fingur.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.