Púlsinn

Púlsinn 24.09.15

HAM ásamt Lazyblood í Gamla Bíói föstudaginn 2. október nk. kl. 20. HAM eru án nokkurs vafa ein öflugasta rokkhljómsveit Íslands fyrr og síðar. Tónleikar sveitarinnar hafa jafnan gert stormandi lukku enda valinn maður í hverju rúmi. Nokkuð er síðan að HAM hélt tónleika í Reykjavík og því ætti enginn að láta þessa dásemd fram hjá sér fara.

Miðasala er hafin á tix.is


Jack á afmæli og af því tilefni ætlar hljómsveitin Ensími troða upp á skemmtistaðnum Húrra föstudagskvöldið 25 september.
Hljómsveitin Ensími gaf nýverið út sína fimmtu breiðskífu sem ber heitið Herðubreið. Sveitin hefur undanfarið aðallega komið fram á tónlistarhátíðum á borð við Secret Solstice og Bræðslunni en mun núna loksins halda sína eigin tónleika á höfuðborgarsvæðinu. Ensími er rómuð fyrir kröftuga tónleika framkomu og mun sveitin leika lög af Herðubreið í bland við eldri smelli.

Og meira af tónleikafréttum. Útgáfutónleikar Bang Gang verða haldnir í Gamla bíói 1. október. Nú verður fagnað nýju plötunni The Wolves Are Whispering. Sérstakir gestir JB Dunckel (Air, Darkel) og Daniel Hunt (Ladytron) munu koma í heimsókn og taka lagið auk Jófríðar (Samaris). Einnig koma fram hin stórkostlega IS TROPICAL með DJ set og framtíð Íslands : GANGLY Fáir miðar eru í boði, tryggja sér miða strax. Verð aðeins 3.500

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.