Púlsinn

Púlsinn 23.9.2015

Jack á afmæli og af því tilefni ætlar hljómsveitin Ensími troða upp á skemmtistaðnum Húrra föstudagskvöldið 25 september.
Hljómsveitin Ensími gaf nýverið út sína fimmtu breiðskífu sem ber heitið Herðubreið. Sveitin hefur undanfarið aðallega komið fram á tónlistarhátíðum á borð við Secret Solstice og Bræðslunni en mun núna loksins halda sína eigin tónleika á höfuðborgarsvæðinu. Ensími er rómuð fyrir kröftuga tónleika framkomu og mun sveitin leika lög af Herðubreið í bland við eldri smelli.


Father John Misty er nýjasti tónlistarmaðurinn sem að stekkur á Taylor Swift ábreiðuvagninn. Father John endurgerði 2 laga Swift með miklum Velvet Underground blæ. Innan við sólarhring eftir að ábreiðurnar fóru á netið fjarlægði tónlistarmaðurinn þær því að Lou Reed sagði honum það í draumi. Father John Misty kemur fram á Iceland Airwaves í ár.

Nú á greinilega að græða svolítið á Kurt heitnum Cobain. Fyrirhuguð er vínilútgáfa á bítlalaginu And I Love Her sem að Kurt sást flytja í heimildarmyndinni Montage Of Heck. Sándtrakkið úr myndinni kemur svo út í nóvember um leið og DVD útgáfa myndarinnar

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Ómar Úlfur
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00X tónlist
  • 22:00 - 23:00Gufuvélin
  • 23:00 - 00:00Funkþátturinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.