Púlsinn

Púlsinn 6.ágúst 2014

Foo Fighters hafa nú gefið út að von sé á stórum fréttum frá þeim mánudaginn 11.ágúst nk. Talið er líklegt að fréttirnar tengjast væntanlegri breiðskífu frá sveitinni sem á að koma út í nóvember. En platan var tekin upp í átta borgum víðsvegar um Bandaríkin en plötunni fylgir lítil sjónvarpsþáttaröð sem fjallar um gerð plötunnar og verður sýnd á HBO sjónvarpsstöðinni.

Undarlegt atvikt átti sér stað á Lollapalooza hátíðinni í Chicago um helgina en á meðan að Arctic Monkeys voru á sviðinu var maður að nafni Ben Lenet var bitinn í höndina. Hann sagðist hafa verið að horfa á tónleikana með hóp af vinum þegar þrír menn réðust skyndilega að þeim, hrinti honum í jörðina og var hann þar bitinn. Maðurinn var fluttur á spítala þar sem að hann fékk sótthreinsandi lyf og sagði sjúkrastarfsfólk að það hefði aldrei séð svona meiðsli áður.

Marianne Faithfull hefur nú sagt að fyrrverandi kærasti hennar hafi drepið Jim Morrison. En þetta sagði hún í viðtali við blaðið Mojo. Faithfull sagði að heróín salinn Jean De Breteuil hafi drepið Morrison en það hefði þó verið slys. Hún sagðist hafa verið með De Breteuil í París en ákveðið að vera eftir á hótelherbergi þeirra þegar að hann fór að hitta Morrison. Samkvæmt Faithful var heróínið einfaldlega of sterkt fyrir hann og því lést hann af of stórum skammti.

Slipknot söngvarinn Corey Taylor hefur nú sagt að það hafi alls ekki verið auðveld ákvörðun fyrir Joey Jordison að segja skilið við hljómsveitina. Taylor var að kynna nýjasta myndband Slipknot við lagið The Negative One en í viðtalinu sagði hann að þetta væri búinn að vera undarlegur tími fyrir hljómsveitina. Fyrst lést bassaleikarinn Paul Gray sem að margra mati var límið sem hélt Slipknot saman en samkvæmt Corey Taylor tók það meðlimi langan tíma að jafna sig á dauð Gray og svo í kjölfarið kom svo erfiða ákvörðun þegar að Jordison hætti í hljómsveitinni. Corey Taylor vildi þó meina að nú væri aftur komin von í nýjum lögum með Sliptknot. 

Platan Lazaretto með Jack White er nú orðin lang söluhæsta vínylplata ársins og sú mest selda síðan að Pearl Jam gáfu út Vitalogy árið 1994. Lazaretto kom út í júní og hefur nú selst í 60.000 eintökum á vínyl sem er um það bil 25% af heildarsölu Lazaretto. Af þessum 60þús eintökum seldust 40þús í fyrstu vikunni og hefur enginn vínylplata selst jafn hratt síðan að mælingar hófust árið 1991. Áður en að Lazaretto kom út var Arctic Monkeys platan AM mest selda vínyl plata ársins en hún kom út árið 2013 og er þó búinn að seljast í tæplega 30þús eintökum í ár. En mest selda vínylplata síðasta ári var Random Access Memories með Daft Punk sem seldist í 49þús eintökum.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.