Púlsinn![]() Púlsinn 14.júlí 2014
Trommarinn Tommy Ramone lést um helgina 65 ára að aldrei en tilkynnt var um andlát hans á facebook síðu hljómsveitarinnar The Ramones. En nú eru allir stofnmeðlimir hljómsveitarinnar Ramones látnir. Fjölmargar hljómsveitir og tónlistarfólk hefur þegar vottað Tommy Ramone virðingu sína í gegnum samskiptamiðla og má þar nefna The Cribs, Guns N‘Roses og Andrew W.K. Nú hafa meðlimir Radiohead tilkynnt að áætlað er að sveitin hefji upptökur á næstu plötu sinni í september. Hljómsveitin hefur verið í smá hléi undanfarið og hafa meðlimir Radiohead einbeitt sér að ýmis konar hliðarverkefnum síðustu misseri og hafa lítið vilja velta framtið Radiohead fyrir sér. En nú er semsagt komið á hreint að upptökur hefjist í september og ef allt gengur að óskum gætu aðdáendur því fengið nýja plötu í hendurnar á næsta ári. Hljómsveitin Interpol hélt frábæra tónleika á ATP tónlistarhátíðinni á laugardaginn en þar spilaði hljómsveitin mörg af sínum allra bestu lögum. Ef marka má viðtal við söngvarann Paul Banks hefði hann þó eflaust frekar viljað vera í hljóðveri en á tónleikunum en hann hefur látið hafa eftir sér að hann vildi óska þess að hljómsveitir þyrftu ekki að ferðast um heiminn til að fylgja plötum sínum eftir. Paul Banks sagði að plötuútgáfa borgaði sig ekki lengur fyrir hljómsveitir og því þyrftu þær að ferðast meira en áður til að fá einhverja peninga í kassann. Hann vildi þó heldur halda sig í hljóðverinu og gefa út þrjár plötur á ári en þeir ættu einfaldlega ekki efni á því. |
The control has thrown an exception. |
Dagskráin í dag
Fylgstu með okkur
Vinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.
Facebook