Púlsinn

Púlsinn 10.júlí 2014

Deryck Whibley er nafn sem ekki er víst að allir kveiki á en hann er söngvari hljómsveitarinnar Sum 41. En Whibley fékk heiftarlega áfengiseitrun fyrir nokkru og var hann í dái í heila viku en bæði lifrin og nýrun voru nánast hætt að starfa. Nú er Whibley hinsvegar kominn heim af spítala en í samtali við Kerrang! sagði hann að gömlu vinirnir væru hættir að hringja enda vildi enginn bjóða edrú gaurnum í partý. Það kemur þó ekki að sök að hans sögn enda ekki ómerkari menn en Iggy Pop, Tommy Lee, Duff McKagan og fleiri sem eru að hjálpa honum í gegnum þennan tíma.

 

Einn þekktasti dauðarokkari í heimi, Burzum söngvarinn Varg Vikernes hefur nú verið dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Frakklandi fyrir að ala á útlendingahatri en Vikernes birti nokkrar bloggfærslur þar sem hann réðst á múslíma og gyðinga. En franska lögreglan réðst inn á heimili Vikernes í júní á síðasta ári og grunaði hann þá um að vera að skipuleggja hryðjuverkaárás en sá grunur var ekki á rökum reistur. Vikernes er þó alls ekki ókunnur dómstólum enda sat hann í fangelsi í 15 ár fyrir morðið á Euronymous en þeir voru saman í hljómsveitinni Mayhem.

 

AC/DC hafa nú tilkynnt að þeir hafa lokið upptökum á næstu breiðskífu sinni og er gripurinn væntanlegar seint á þessu ári eða í byrjun næsta árs. Talið er líklegt að hljómsveitin muni fara í tónleikaferð um heiminn í kjölfar útgáfunnar en ólíklegt er að gítarleikarinn Malcolm Young geti ferðast með þeim sökum veikinda.

 

Meira af nýjum plötum því að Weezer hafa nú tilkynnt að næsta plata þeirra komi út 29.september. Platan mun heita Everything Will Be Alright og er fyrsta plata sveitarinnar síðan árið 2010. En enginn annar en Ric Ocasek verður upptökustjóri á plötunni en hann var einnig á tökkunum á Bláu plötunni og Grænu plötunni með Weezer. 

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.