Púlsinn

Púlsinn 25.júní 2014

Iron Maiden söngvarinn Bruce Dickinson heldur áfram að koma sér í fréttir en nú hefur hann sagt að pönk tímabilið hafi verið algjört rusl. En þetta sagði hann í viðtali við breska blaðið Guardian. Vildi Bruce Dickinson meina að þeir einu sem höfðu áhuga á að spila pönk væru þeir sem dreymdu um að vera í metalhljómsveitum en kynnu ekkert á hljóðfæri. En nýlega komst Dickinson í fréttir fyrir að drulla yfir Glastonbury hátíðina.

Stærsta tónleikahátíð í heimi, Glastonbury hátíðin í Bretlandi, opnaði formlega í dag þrátt fyrir að eiginleg dagskrá hefjist ekki fyrr en á morgun og stærstu sviðin opna ekki fyrr en á föstudaginn. Emily Eavis ein aðalskipuleggjandi hátíðarinnar segir þó að flestir mæti á miðvikudaginn til að kynnast svæðinu og átta sig á staðarháttum áður en dagskrá hefst formlega. En búist er við um 100þús manns á svæðið í dag og 75þús til viðbótar á næstu tveimur dögum. En á meðal þeirra atriða sem koma fram á hátíðinni í ár eru Metallica, Arcade Fire og Kasabian.

 

Stofnandi hátíðarinnar, Michael Eavis, sagði að liðsmenn Metallica hafi hringt nánast árlega til að biðja um að fá að spila á hátíðinni. Eavis sagði þá alltaf verið afar kurteisa og hann hafi því verið mjög ánægður að allt gekk upp í ár og hægt var að bóka sveitina á Glastonbury. Sjálfur sagðist Eavis ætla að stilla sér upp við pyramídasviðið og horfa á sveitina spila.

 

Að lokum minnir Púlsinn að sjálfsögðu á Pepsi Max listann sem er á dagskrá hér á X977 alla miðvikudaga klukkan 18:00 og svo er listinn endurfluttur á sunnudögum klukkan 19:00. Listinn er alfarið valinn af hlustendum X977 og hægt er að taka þátt í valinu með því að skrá sig í Hlustendaráð X977 á heimasíðu okkar – www.x977.is

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Ómar Úlfur
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00X tónlist
  • 22:00 - 23:00Gufuvélin
  • 23:00 - 00:00Funkþátturinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.