Púlsinn

Púlsinn 24.júní 2014

Umræðan um dauðaósk Lönu Del Rey heldur áfram en í gær var í fréttum að Frances Bean Cobain, dóttir Kurt Cobain, hafi gagnrýnt hana fyrir ummælin. Nú hefur Lana Del Rey hinsvegar svarað Frances Bean Cobain á twittter og sagt að hún hafi bara jákvæða hluti að segja um Kurt Cobain og það tengist eingöngu tónlistinni hans en ekki lífstýlnum. Þá sagði hún að orð hennar í viðtalinu væri tekin úr öllu samhengi og hún væri alls ekki að glamúrvæða dauða Kurt Cobain.

 

Meira af Kurt Cobain því að ekkja hans, hún Courtney Love, lét hafa eftir sér að Kurt Cobain hafi þráð að vera stærsta rokkstjarna í veröldinni og til að ná þessu makmiði sínu hafi hann sent nánast öllum plötufyrirtækjum Bandaríkjanna bréf þegar að Nirvana voru á upphafsárum ferils síns þar sem hann grátbað plötufyrirtækin um að semja við hljómsveitina. Ljóst er að ekki eru allir aðdáendur Nirvana sáttir með þessu ummæli Courtney Love enda margt sem bendir til þess að Kurt Cobain hafi fyrirlitið frægðina.

 

Nú styttist óðum í Glastonbury tónleika Metallica en Lars Ulrich hefur kvartan undan því að litið sé niður á metal aðdáendur í Bretlandi og þeir séu minna metnir en aðrir tónlistarunnendur. En nokkuð margir kvörtuðu einmitt undan því að Metallica myndi koma fram á hátíðinni. En Lars Ulrich svaraði þessu í viðtali á BBC þar sem hann sagði að margir héldu athygli í mjög stuttan tíma í dag og vilja fá allt í auðmeltanlegum hljóðbútum, og það sé eitthvað sem ekki sé hægt að gera með Metallica. Jafnframt bætti hann við að hljómsveitin væri búinn að spila á hátíðum líkt og Glastonbury út um allan heim undanfarna áratugi án vandræða. 

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 10:00 - 12:0090s helgi með Frosta
  • 12:00 - 14:00Fótbolti.net
  • 14:00 - 18:0090s helgi með Mána
  • 18:00 - 00:00X tónlist

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.