Púlsinn

Púlsinn 23.júní 2014

Dóttir Kurt Cobain, hún Frances Bean Cobain hefur nú blandað sér í umræðuna um viðtalið sem Lana Del Rey fór í við Guardian á dögunum. Forsaga málsins er að Lana Del Rey sagði í viðtalinu að öll hennar helstu átrúnaðargoð hefðu dáið ung að árum og átti þar við t.d. Kurt Cobain og Amy Winehouse. Lana Del Rey bætti því svo við að hún óskaði sér þess að vera dáin. Frances Bean Cobain hefur nú tjáð sig um þetta og á twitter síðu sinni sagði hún að ekki ætti að upphefja dauð ungs tónlistarfólks. Sjálf hafi hún aldrei þekkt föður sinn en fullt af aðdáendum hans upphefji sjálfsmorðs Kurt Cobain og finnist það vera töff. En þessu er hún að sjálfsögðu ósammála. Cobain bætti svo við að við ættum einungis eitt líf og ættum að nýta það vel. Seinn meir eyddi hún þessari færslu og skrifaði að auki að færslan hafi ekki átt að vera áras á Lönu Del Rey.

 

En allt umtalið sem Lana Del Rey er að fá útaf þessu máli er þó að koma sér afar vel enda fór nýja platan hennar, Ultraviolence, beint í efsta sæti á breska vinsældarlistanum á meðan að platan The Hunting Party með Linkin Park skaust beint í annað sæti listans.

 

Fjölmargar hljómsveitir á borð við The Cure, Alt-J, Franz Ferdinand, Tom Odell, Enter Shikari og fleiri hafa nú skrifað undir áskorun samtakana Music Without Barriers sem hvetur tónleikastaði og hátíðir til að bæta úr aðgangi heyrnarskertra og hreyfihamlaða að tónlistarviðburðum.

 

Söngvarinn Tim Lambesis sem er hvað þekktastur fyrir söng sinn með As I Lay Dying og fyrir að verið dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir að hafa reynt að ráða leigumorðingja til að drepa eiginkonu sína hefur nú sagt að hljómsveitin hafi í raun alls ekki verið trúuð þrátt fyrir að As I Lay Dying var skilgreint sem kristilegt rokk. Lambesis sagði að smátt og smátt hafi hljómsveitarmeðlimir misst trúna en ekki þorað að tala um það opinberlega af ótta við að styggja ekki aðdáendur. Hann bætti jafnframt við að um 10% hljómsveita sem væru skilgreindar sem kristilega væru það í raun og veru.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 23:00Saga Nazari
  • 23:00 - 00:00Funkþátturinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.