Púlsinn

Púlsinn 13.júní 2014

Eins og margir vita skoraði gamanleikarinn Will Ferrell á Chad Smith, trommuleikara Red Hot Chili Peppers, í trommueinvígi og fór það svo að Will Ferrell krýndi sjálfan sig sem sigurvegara. Skömmu síðar skoruðu þeir Ferrell og Smith á sjálfan Lars Ulrich í einvígi og hefur hann nú tekið boðinu. Ulrich bætti við að með smá æfingu ætti hann að geta staðið í hárinu á Chad Smith en Will Ferrell væri einfaldlega á allt öðru leveli sem trommari.

Gerard Way, sem er hvað þekktastur fyrir söng í hljómsveitinni My Chemical Romance, er þessa daganna að undirbúa útgáfu sóloplötu sem hann segir vera innblásna af Brit Pop tónlist og nefndi hann þá sérstaklega sveitir á borð við Blur, Elastica, Pulp og fleiri. Gerard Way bætti við að það hefði ekki verið neinum að kenna að hljómsveitin My Chemical Romance hefði hætt það hefði einfaldlega verið komin tími ti að snúa sér að einhverju öðru.

Og meira af Gerard Way því að Frances Bean Cobain, dóttir sjálfs Kurt Cobain, hefur heyrt efnið sem verður á væntanlegri sólóplötu Gerard Way og segir hún að það muni koma mörgum í opna skjöldu. En Cobain sagði að þetta væri besta efni sem söngvarinn hafi samið.

Weezer hafa nú tilkynnt að næsta plata sveitarinnar, sem verður sú níunda í röðinni, muni heita Everything Will Be Alright in the End. Þá tilkynntu þeir á sama tíma að eitt lagið muni kallast Ain‘t Got Nobody. Sjálfur Ric Ocasek mun pródúsera plötuna en hann var einnig á tökkunum þegar að Weezer gerðu bláu og grænu plötuna. Ekkert hefur þó verið gefið upp hvenær má eiga von á plötunni.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 10:00 - 12:0090s helgi með Frosta
  • 12:00 - 14:00Fótbolti.net
  • 14:00 - 18:0090s helgi með Mána
  • 18:00 - 00:00X tónlist

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.