Púlsinn

Púlsinn 12.júní 2014

Það verður mikið um dýrðir í Funkþættinum í kvöld þegar að hljómsveitin GusGus mætir í gasklefann með plötuna Mexico í farteskinu. En í þættinum í kvöld munu þeir frumflytja fjölmörg lög af plötunni auk þess að segja hlustendur frá skemmtilegum sögum af gerð plötunnar. Það ætti því enginn GusGus aðdáandi að missa af Funkþættinum í kvöld kukkan 23:00

 

Púlsinn minnir að sjálfsögðu á tónlistarveislu sem verður í húsakynnum Advania í Guðrúnartúni í dag. Hljómsveitin Highlands mun ríða á vaðið í dag og hefjast tónleikarnir klukkan 16:00. Að sjálfsögðu er aðgangur ókeypis og bjór í boði á meðan að birgðir endast.

 

Hljómsveitin Pixies hélt afar vel heppnaða tónleika í Laugardalshöllinni í gær og spilaði hljómsveitin hvorki meira né minna en 28 lög á tónleikunum. Almennt séð var gerður afar góður rómur af tónleikum sveitarinnar.

 

Breska hljómsveitin Peace skaut á Arctic Monkeys á dögunum og sögðust ekki vera vissir um að Arctic Monkeys gætu enn kallað sig Indie hljómsveit eftir að platan AM kom út. Söngvari Peace sagði að nýja platan með Arctic Monkeys væri blanda af Dr.Dre og Black Sabbath og ætti ekkert skylt við Indie tónlist.

 

Nú stefnir allt í að Kasabian nái efsta sætinu á breska vinsældarlistanum með plötunni 48:13 sem kom út á mánudaginn. En Kasabian eru þá að hirða toppsætið af Coldplay. Platan Lazaretto með Jack White er svo í þriðja sæti eins og staðan er í dag.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.