Púlsinn

Púlsinn 5.júní 2014

Söngkonan Lana Del Rey hefur víst lítin áhuga á að ræða feminisma en það sagði hún í viðtali á dögunum þar sem hún var að kynna plötuna Ultraviolence. Í viðtalinu var hún spurð hvernig hún fjallar um konur í samböndum í lögum sínum og þá svaraði Lana Del Rey að henni þætti feminismi óáhugavert umræðuefni og hefði mun meiri áhuga á geimvísindum.

Vilhjálmur Prins var staddur í menntaskóla í Bretlandi í gær og var þar spurður af einum nemenda skólans hvaða hljómsveitir væru í uppáhaldi hjá honum. Ekki stóð á svörum hjá prinsinum og sagðist hann halda mikið upp á Coldplay og Linkin Park.

Nú hefur Jack White opinberað myndband við lagið Lazaretto sem er tekið af væntanlegri plötu frá honum. Aðdáendur Jack White ættu að geta fundið myndbandið með einföldum hætti á netinu.

Það verður nóg um að vera í tónleikahaldi í Reykjavík í kvöld. Í hörpu fara raftónleikar fram í Kaldalóni. Fram koma Mixophrygian, M-Band, Ljósvaki & EinarIndra en tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er ókeypis aðgangur. Á Gauknum verður einnig boðið upp á frábæra tónleika en þar koma hljómsveitirnar Casio Fatso og Caterpillarman fram. Tónleikarnir hefjast klukkan 23:00 og aðgangur er ókeypis. Að lokum verða Quintet Heimis Klemenzsonar og Dusty Miller að spila á Bar 11. Þar opnar húsið 21:00 og aðgangur auðvitað ókeypis.

Að lokum minnum við á Sumargjafaleik X977 en skráning í hann er í fullum gangi á heimasíðunni x977.is. Á hverjum degi drögum við út einn heppinn sigurvegara en á meðal verðlauna eru Norco fjallahjól frá Markinu, Monster heyrnartól frá Heimilistækjum, gjafabréf frá Levi‘s, mánaðarkort frá Hnefaleikastöðinni, bíómiðar frá Laugarásbíó, gjafabréf á Subway, gjafabréf frá Spútnik, tónlistarpakki frá Record Records og miðar á tónleika Pixies. 

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.