Púlsinn

Púlsinn 2.júní 2014

Breski söngvarinn Morrissey hefur sent frá sér nýtt myndband sem er ansi athyglisvert. Myndbandið er fyrir lagið Earth Is the Loneliest Planet sem er tekið af næstu breiðskífu hans. Myndbandið mun án efa vekja talsverða athygli og þá sérstaklega í ljósi þess að með aðalhlutverk í myndbandinu ásamt Morrissey er sjálf Pamela Anderson. En hlustendur X-ins ættu að gefa fundið myndbandið á youtube.

 

Jack White hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna ummæla sinna um The Black Keys og fleiri. En hann birti afsökunarbeiðni sína á heimasíðu sinni. Hann byrjaði skrifin á því að segja að ummælin voru sett fram á tíma sem hann var umvafinn neikvæðni og vildi helst ekki færa þessi mál aftur í dagsljósið. Ummælin um The Black Keys voru sett fram af Jack White í bréfi til fyrrum eiginkonu sinnar í miðri skilnaðardeilu en þar kallaði hann söngvara sveitarinnar m.a. lélega eftirhermu af sér. Í afsökunarbréfinu segist hann óska The Black Keys allrar þeirra velgengni sem þeir geta náð fram. Jafnframt óskaði hann þess að plata þeirra myndi vera á topp 10 listanum í langan tíma og að fleir plötur muni seljast vel með þeim. Svo er bara spurning hvort að það sé léttur kaldhæðnistónn hjá Jack White.

 

Um helgina kom hljómsveitin The Strokes fram á fyrstu tónleikum sínum í heil þrjú ár þegar að sveitin kom fram á 1800 manna stað í New York en þetta eru fyrstu tónleikar sveitarinnar eftir að platan Comedown Machine kom út og spiluðu þeir þrjú lag af þeirri plötu. Tónleikarnir voru hálfgerð upphitun fyrir Governor‘s Ball hátíðina sem fer fram næstu helgi en þar ætla The Strokes að koma fram.

 

Skoska sveitin Biffy Clyro á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hljómsveitin er þessa daganna í hljóðveri sínu að vinna að næstu breiðskífu sveitarinnar en nú er eitthvað vesen á pípulögnunum hjá þeim og skólp lekur út um allt. Í fyrstu var ástandið fyrst og fremst ógeðslegt en nú segir Simon Neil, söngvari Biffy Clyro, að staðan sé orðin nokkuð hættuleg. 

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.