Púlsinn

Púlsinn 28.maí 2014

Serge Pizzorno, gítarleikari Kasabian segist vonast til þess að væntanleg plata Kasabian muni veita öðrum innblástur til að stofna nýjar rokkhljómsveitir en hann telur að rokksveitir séu að deyja út. Hann viðurkennir að skrýtið sé að líta á Kasabian sem eina af síðustu alvöru rokksveitunum en nauðsynlegt sé að horfast í augu við staðreyndir því það séu svo fáar eftir.

 

Rob Halford, söngvari Judas Priest, segist hafa átt sannkallað dívu móment þegar að hann frétti að Metallica muni headline-a Glastonbury hátíðina í sumar. Halford sagðist hafa verið ánægður fyrir þeirra hönd og sé sannfærður um að sveitin muni slá í gegn en hann hringdi engu að síður í skipuleggjendur Glastonbury og sagði að betra hefði verið að bóka breska metal hljómsveit og sagðist hann jafnframt vona að Judas Priest muni fá að spila á hátíðinni á næsta ári.

 

Flugvélaframleiðandinn Cessna hefur höfðað mál gegn Offspring söngvaranum Dexter Holland vegna vangoldinna greiðsla af flugvél sem söngvarinn keypti af þeim en hefur ekki borgað. En talið er að hann skuldi um 500þús pund eða 95 milljónir króna. Holland keypti flugvélina árið 2007 en hafði fljótlega ekki efni á afborgunum. Hann gerði því samning við Cessna um að selja vélina og borga þeim afganginn um leið og hann gæti. Nú hefur hann hinsvegar ekkert greitt af vélinni í rúmlega ár og Cessna fyrirtækið taldi sig knúið til að grípa til aðgerða.

 

Eftirlifandi meðlimir The Beastie Boys mættu fyrir rétt í gær vegna máls sem þeir höfðuðu gegn Monster orkudrykkjarframleiðandanum. Málið snýst um myndband sem Monster gerði og inniheldur fimm Beastie Boys lög og skilaboðin RIP MCA en Adam MCA Yauch, tók sérstaklega fram í erfðaskrá sinni að ekki mætti nota lög frá honum í auglýsingaskyni. Hljómsveitin frem á tvær milljónir dollara í skaðabætur en Monster vill aðeins borga 125þús dollara. 

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 23:00Saga Nazari
  • 23:00 - 00:00Funkþátturinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.