Púlsinn

Púlsinn 7.apríl 2014

Eins og flestir hlustendur X-ins eru eflaust með á hreinu voru 20 ár liðin frá því að Kurt Cobain lést á laugardaginn síðasta. Fjölmargar hljómsveitir vottuðu Cobain virðingu sína bæði á samfélagsmiðlum sem og á tónleikum. Fyrst og fremst ber að nefna Foo Fighters en þeir settu mynd af Kurt Cobain á twitter og með fylgdi linkur á Bítlalagið In My Life en það var einmitt spilað í jarðarför Kurt Cobain. En Dave Grohl og Pat Smear í Foo Fighters spiluðu að sjálfsögðu báðir með Cobain í Nirvana. Þá spilaði hljómsveitin Muse lagið Lithium á tónleikum í Brasilíu á laugardaginn og tileinkuðu Cobain lagið.

 

Hljómsveitin Kaiser Chiefs náði efsta sæti á breska plötulistanum um helgina með fimmtu plötu sinni, Education, Education, Education & War. En þetta er í annað sinn með þessi hljómsveit frá Leeds nær efsta sætinu. En Ricky Wilson, söngvari Kaiser Chiefs, er einmitt dómari í breska þættinum The Voice og fór aldrei í grafgötur með að eina ástæðan fyrir því að taka dómarasætið var að koma hljómsveit sinni betur á framfæri og það virðist hafa gengið upp.

 

Við sögðum frá því hér í Púlsinum fyrir helgi að Courtney Love væri þessa daganna að æfa með öllum helstu lykilmeðlimum hljómsveitarinnar Hole en hún hefur nú dregið aðeins úr þeim fréttum. Hún sagði að staðan væri mjög viðkvæm og félagar hennar í Hole hefðu ekki verið sátt með að hún væri að tilkynna í fjölmiðlum að hljómsveitin ætlaði að koma saman aftur.

 

Í gær var fyrsti þáttur í nýrri seríu af Game of Thrones sýndur í Bandaríkjunum en Ísland spilar að sjálfsögðu stórt hlutverk í þáttunum. En hljómsveitin Sigur Rós kemur einmitt við sögu þar sem þeir leika aukahlutverk í einum þættinum og leika þeir að sjálfsögðu hljómsveit. En við sama tilefni tóku þeir upp ábreiðu af laginu The Rainst of Castamere sem The National gerðu fyrir þættina.

 

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 10:00 - 12:0090s helgi með Frosta
  • 12:00 - 14:00Fótbolti.net
  • 14:00 - 18:0090s helgi með Mána
  • 18:00 - 00:00X tónlist

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.