Púlsinn

Púlsinn 3.apríl 2014

Söngkonan magnaða Courtney Love hefur nú endurvakið hið klassíska Hole line-up. En ásamt Courtney Love eru þau Eric Erlandson, Melissa auf der Maur og Patty Scemel sem mynda hljómsveitina Hole. Hljómsveitin Hole var stofnuð árið 1989 og þetta line-up hefur þó ekki spilað saman síðan að Celebrity Skin kom út árið 1998. Trommarinn Patty Schemel sagði skilið við sveitina sama ár og ári seinna hætti Melissa Auf der Maur til að ganga til liðs við Smashing Pumpkins.

 

Nú hefur verið staðfest að Duff McKagan upprunarlegi bassaleikari Guns N‘ Roses muni aftur spila með hljómsveitinni á fimm tónleikum í S-Ameríku síðar í mánuðinum. Bassaleikarinn sagði upphaflega skilið við hljómsveitina árið 1997 en gaf til kynna að hann myndi spila aftur með þeim þegar að hann setti mynd af Guns N‘ Roses lagalista á netið fyrr í vikunni.

 

Hljómsveitin Mono Town sendi nýverið frá sér plötuna In the Eye of the Storm og ætlar sveitin sér að fagna útgáfunni með sérlega glæsilegum útgáfutónleikum í Gamla Bíó í kvöld. In the Eye of the Storm er frumburður Mono Town og hefur platan verið að fá frábæra dóma. Miðasala er í fullum gangi á midi.is en aðeins örfáir miðar eru eftir á tónleikana þannig að nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða.

 

Nú hefur verið tilkynnt hvaða hljómsveitir koma fram á Aldrei fór ég suður og er þar um ansi auðugan garð að gresja, en á meðal þeirra hljómsveita sem koma fram á Ísafirði um páskana eru Highlands, Kaleo, Hermigervill, Markús & The Diversion Sessions, Sólstafir og fleiri en alla dagskránna má sjá á aldrei.is.

 

Við minnum að sjálfsögðu á Rokk Quiz sem verður á Bar 11 í kvöld. Að venju kostar ekkert að taka þátt og allir eru velkomnir. Veglegir vinningar verða veittir fyrir þrjú efstu sætin og að sjálfsögðu verða krepputilboð á barnum.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.