Púlsinn

Púlsinn 1.apríl 2014

Nú hefur komið í ljós að Michael Stripe, söngvari REM, fær þann heiður að innlima Nirvana í frægðarhöll rokksins. En athöfnin fer fram þann 10.apríl næstkomandi. Við sama tækifæri mun Tom Morello bjóða Kiss í fræðgarhöllina og Bruce Springsteen muna innlima hljómsveit sína E Street Band. En til þess að hljómsveitir og listamenn séu gjaldgengar í Frægðarhöllina þurfa að hafa liðið 25 ár síðan að frumburður þeirra kom út. En Nirvana gaf einmitt út plötuna Bleach fyrir 25 árum síðan og eru þeir því teknir inn við fyrsta mögulega tækifæri.

 

Og meira af Nirvana en nú er ýmislegt sem bendir til þess að Kurt Cobain hafi séð frasann Come As You Are í auglýsingum fyrir hótel í heimabæ sínum í Aberdeen. En Morck hótelið hefur staðið autt í marga áratugi og á meðan að Kurt Cobain var heimilislaus á unglingsárum sýnum náði hann oft að brjótast inn í þessa yfirgefnu byggingu og gista þar. En slagorð hótelsins var einmitt Come As You Are.

 

Nú hefur Spotify tekið saman gögn yfir þeir hljómsveitir sem er mest streymt í Bretlandi og eru niðurstöðurnar ansi athyglisverðar. En í fyrsta sæti á listanum er hljómsveitin Bastille á meðan að Arctic Monkeys er í öðru sæti. Meginmarkmiðið með könnuninni var að komast að því hvort að tónlistarsmekkur fólks væri mismunandi eftir búsetu og kannaði Spotify því hvort að mismunandi hljómsveitir væru vinsælar eftir landshlutum og notuðu þeir gögn frá 22 bæjum og borgum í Bretlandi. Voru Bastille semsagt í efsta sæti á 14 svæðum á meðan að Arctic Monkeys nutu mestra vinsælda á 6 svæðum.  

 

Hljómsveitin Rolling Stones áætlar að halda tónleikaferð sinni áfram í maí en þeir frestuðu öllum fyrirhuguðum tónleikum sínum eftir að L‘Wren Scott, kærasta Mick Jagger, fyrirfór sér. Hljómsveitin ætti að vera núna í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en nú er búist við að þeir tónleikar fari fram í október. 

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkur



Vinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.