Púlsinn

Púlsinn 28.mars 2014

Damon Albarn, söngvar Blur, er þessa daganna á fullu að kynna væntanlega sóloplötu sína en í nýlegu viðtali sagði söngvarinn að heróín hafi hjálpað honum helling á sínum tíma og breytt honum sem tónlistarmanni. En Damon sagðist hafa notað heróín þegar að Britpop senan var í hámarki og ekki hætt fyrr en undir lok tíunda áratugarins. Hann sagðist þó vilja tala sem minnst um þessa neyslu vegna fjölskyldu sinnar sen sagði þó að heróínið hefði dregið það besta fram í honum þegar kom að því að semja tónlist.

Við sögðum frá því hér í Púlsinum í gær að Smashing Pumpkins stefndi á að gefa út tvær plötur á næsta ári og nú berast fleiri fréttir af hljómsveitinni, eða öllu heldur söngvara hennar, Billy Corgan, því að bandaríska sjónvarpsstöðin AMC stefnir á að framleiða þætti sem fjalla um wrestling deildina sem Billy Corgan er að reka þessa daganna. En AMC er hvað þekktast fyrir að framleiða þætti á borð við Mad Men og Breaking Bad. En Billy Corgan setti þessa deild á fótinn árið 2011 og hefur stýrt henni allar götur síðan ásamt tveimur öðrum mönnum.

 

Breska hljómsveitin Bush hefur hafið upptökur á næstu plötu sinni og fara upptökur fram í hljóðveri Dave Grohl í Kaliforníu. Það er þó ekkert sem bendir til þess að Dave Grohl sjálfur komi nálægt upptökunum. Hljómsveitin Bush hefur nýlokið tónleikaferð um Bandaríkin og þar frumflutti sveitin helling af nýju efni sem verður væntanlega á plötunni.

Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden hefur nú fjárfest í stærstu flugvél í heimi. En talið er að Dickinson hafi þurft að punga út $450.000 fyrir sinn hlut. En Dickinson sagði við það tilefni að hans draumur væri að fá að fljúga vélinni sjálfur einn daginn enda vanur flugmaður og eins og margir vita flýgur hann gjarnan einkaþotu Iron Maiden á milli tónleika.

Endalausar getgátur um hvaða hljómsveitir muni koma fram á Glastonbury og halda áfram og fyrir stuttu síðan benti allt til þess að hljómsveitin Kasabian myndi verða ein aðalhljómsveitin á hátíðinni. Nú hafa breskir veðbankar hinsvegar sett bandarísku hljómsveitina Metallica í efsta sæti yfir þær hljómsveitir sem þykja líklegastar til að headline-a hátíðina en þar á eftir koma Prince, Kasabian, Fleetwood Mac og Elbow.

Það er að sjálfsögðu nóg að gerast í skemmtanalífi Reykjavíkur um helgina. Á Dillon í kvöld mætir hljómsveitin Kaleo, en hljómsveitin sópaði að sér verðlaunum á Hlustendaverðlaununum síðustu helgi. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og aðgangseyrir eru 500kr.

Á morgun verður svo boðið upp á tónleika á Bar 11 þar sem að Fox Train Safari koma fram ásamt gestum en þar verður aðgangur ókeypis.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 23:00Saga Nazari
  • 23:00 - 00:00Funkþátturinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.