Púlsinn

Púlsinn 27.mars 2014

Aðdáendur Smashing Pumpkins ættu að gleðjast því nú hefur verið opinberað að hljómsveitin stefnir á að senda frá sér tvær plötur á næsta ári og eru þær þegar komnar með nafn. Plöturnar munu heita Monuments To an Elegy og Day For Night. Hljómsveitin segist stefna á að gefa út smáskífur af plötunni á þessu ári og því ættu aðdáendur ekki að þurfa að bíða lengi eftir nýju Smashing Pumpkins efni. Billy Corgan segir að plöturnar verði mjög gítarmiðaðar og lögin séu rokkuð. En upptökur hófust fyrr í vikunni og segir Corgan að hljómsveitin eigi nóg af lögum á lager.

 

Á næstunni kemur út plata með ábreiðum af lögum Florence & the Machine sem væri nú vart frásögu færandi nema fyrir þær sakir að um metal plötu er að ræða. Platan er væntanleg þann 13.maí og inniheldur útgáfur af lögum Florence frá hljómsveitum á borð við Stick To Your Guns, Asking Alexandria, Darkest Hour og fleirum. Þetta ætti því að vera tilvalið tækifæri fyrir metalhausa sem eru með softspot fyrir Florence & the Machine.

 

Markús and the Diversion Sessions koma fram á Cafe Ray Liotta á Hverfisgötu í kvöld ásamt Per: Segulsvið. En tónleikarnir hefjast um níuleytið og er aðgangur ókeypis.

 

Að lokum minnum við að sjálfsögðu á Funkþáttin sem verður á sýnum stað hér á X-inu 977 klukkan 23:00 í kvöld.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.