Púlsinn

Púlsinn 3.mars 2014

Eins og kom fram í púlsinum fyrir helgi er von á endurútgáfa plötunnar Definitely Maybe með Oasis í tilefni þess að platan fagnar 20 ára afmæli sínu í ár. Nú hefur Liam Gallagher hinsvegar biðlað til aðdáenda að kaupa ekki plötuna. Ástæðuna sagði hann vera ekki að ekki væri hægt að remastera eitthvað sem væri nú þegar masterað og var Liam þá að sjálfsögðu að meina að platan væri nú þegar meistaraverk og yrði ekkert betrumbætt. Þetta kom allt saman fram á Twitter síðu Liam Gallagher og nýtti hann einnig tækifærið til að skjóta aðeins á Noel bróður sinn.

 

Hljómsveitin Arctic Monkeys opinberaði í dag nýtt myndband við lagið Arabella sem er tekið af plötunni AM. En lagið situr einmitt í 2.sæti á Pepsi Max listanum um þessar mundir og er þetta fjórða smáskífan af þessari nýjustu breiðskífu hljómsveitarinnar sem líkt og flestir vita, eyddu helginni í Reykjavík til að steggja gítarleikarann Jamie Cook. Segir sagan að þeir hafi skemmt sér gríðarlega vel hér á landi, hvort sem það var á Bar 11 eða með strippara á Argentínu.

 

Hljómsveitin The Vaccines stefnir á að taka upp þriðju breiðskífu sína von bráðar og fara upptökur fram í hlöðu einhversstaðar út í sveit á á Englandi. Þetta sagði bassaleikarinn Árni Hjörvar í viðtali við útvarpsstöðina XFM í gær. Árni sagðist ekki vera með öll smáatriði á hreinu en hélt að upptökurnar ættu semsagt að fara fram út í sveit, hann sagðist einfaldlega ætla að mæta þangað sem honum væri sagt að fara. 

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.