Púlsinn

Púlsinn 27.febrúar 2014

NME verðlaunin fóru fram í London í gær við hátíðlega athöfn. Það kom trúlega fáum á óvart að Arctic Monkeys voru sigurvegarar kvöldsins en þeir fóru heim með fimm verðlaunagripi of þar af unnu þeir þrjá stærstu flokkana sem voru besta breska hljómsveitin, besta tónleikasveitin og besta platan. En þeir fengu einnig verðlaun fyrir bestu aðdáendur sem og að Alex Turner var valinn hetja ársins.

Af öðrum sigurvegurum NME verðlaunanna má nefna að Haim fékk afhent verðlaun sem besta alþjóðlega sveitin, Glastonbury var valinn besta hátíðin og Breaking Bad var valinn sjónvarpsþáttur ársins. Þá fékk Blondie sérstök heiðursverðlaun í flokknum guðlegir snillingar og Damon Albarn fékk hálfgerð nýsköpunarverðlaun fyrir framlag sitt til tónlistar.

Aðdáendur hljómsveitarinnar Soundgarden ættu að kætast en nú hefur sveitin gefið út að hún muni flytja plötuna Superunknown í heild sinni á SXSW og það sem meira er að þá mun trommarinn Matt Cameron tromma með hljómsveitinni en hann hafði áður gefið út að hann gæti ekkert spilað með þeim á árinu vegna skuldbindinga við Pearl Jam. En platan Superunknown fagnar 20 ára afmæli sínu um þessar mundir.

Söngvari kristnu þungarokkshljómsveitarinnar As I Lay Dying, Tim Lambesis, hefur játað að hafa reynt að ráða leigumorðingja til að drepa eiginkonu sína. Málið komst upp þegar að Lambesis sagði einkaþjálfaranum sínum að hann vildi drepa konuna sína sem hann sagði vera að fresta því að klára skilnað þeirra og koma þannig í veg fyrir að hann gæti hitt börnin sín. Einkaþjálfarinn lét lögregluyfirvöld vita sem í framhaldinu settu sig í samband við Lambesis undir því yfirskini að um leigumorðingja væri að ræða. 

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 10:00 - 12:0090s helgi með Frosta
  • 12:00 - 14:00Fótbolti.net
  • 14:00 - 18:0090s helgi með Mána
  • 18:00 - 00:00X tónlist

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.