Púlsinn

Púlsinn 25.febrúar 2014

Tónlistarmaðurinn Damon Albarn hefur sagt að hann sjái Blur ekki klára nýja plötu á næstunni. Þrálátur orðrómur hefur verið um nýja plötu með Blur allt frá því að gítarleikarinn Graham Coxon gekk aftur til liðs við hljómsveitina árið 2008 en síðan þá hefur sveitin sent frá sér nokkur stök lög. En þar sem að Albarn er að gefa út sóloplötu þann 28.apríl hefur hann viðurkennt að ólíklegt sé að Blur hafi tíma til að klára nýja plötu á næstunni. Hann sagði þó að hljómsveitin ætti eitthvað af efni á lager en þeir voru einfaldlega of uppteknir af öðru til þess að geta klárað það fljótlega.

Nú styttist óðum í alþjóðlega plötubúðardaginn og hljómsveitin Green Day hefur þegar tilkynnt að þeir ætla að gefa út 18 lög sem ekki eru fáanleg í dag. Munu þessar útgáfur innihalda demó upptökur sem og áður óútgefið efni.

Að lokum minnum við á að kosning vegna Hlustendaverðlaunanna sem fara fram í lok mars er í fullum gangi á heimasíðu okkar,
www.x977.is en þar gefst hlustendum tækifæri á að kjósa það sem þeim fannst standa upp úr í íslensku tónlistarlífi á síðasta ári. Svo er hægt að nýta heimsóknina á síðuna til þess að skrá sig í Hlustendaráð X977 og hafa þannig áhrif á þá tónlist sem heyrist á stöðinni.  

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.