Púlsinn

Púlsinn 19.febrúar 2014

Arctic Monkeys eru taldir vera afar sigurstranglegir á Brit verðlaununum sem haldin verða í London í kvöld. Samkvæmt breskum veðbönkum þykir líklegast að Arctic Monkeys fái afhent verðlaun í flokknum besta breska hljómsveitin og fyrir bestu bresku plötuna. Þá þykir líklegt að David Bowie fá afhent verðlaun fyrir besta karlkyns sóló tónlistarmann. Fjöldi þekktra hljómsveita koma fram á hátíðinni í ár og má þar m.a. nefna Arctic Monkeys, Bastille og Lorde.

Johnny Greenwood, gítarleikari Radiohead, hefur ásakað nýjar gítarhljómsveitir að spila á sömu hljóðfræðin og ömmur þeirra og afar. Máli sínu til stuðnings benti hann á að Bítlarnir hafi ekki tekið upp banjó þegar að þeir voru að byrja. En Greenwood svaraði þessu þegar að hann var spurði hvaða áskorunum ný gítarbönd stæðu fyrir í dag, benti hann einnig á að þeir spiluðu á hljóðfærin með sama hætti og gert var fyrir 50-60 árum síðan.

Nine Inch Nail forsprakkinn Trent Reznor er greinilega nokkuð langrækinn og hefur ekki enn fyrirgefið aðstandendum Grammy verðlaunanna eftir að þeir klipptu á útsendinguna þegar að hann var að spila með Queens of the Stone Age, Dave Grohl og fleirum. En Reznor hefur nú sagt að þessi hátið sé algjör tímasóun. Hann og Josh Homme ræddu víst lengi hvort að þetta væri eitthvað sem væri þess virði að gera og ákváðu svo að koma fram á hátíðinni á sínum forsendum. En hann muni hinsvegar aldrei koma fram á hátíðinni eftir þetta.

Tónlistarmaðurinn Billy Corgan ætlar sér að koma fram á 8 klst löngum tónleikum þann 28.febrúar en tónleikarnir verða byggðir á skáldsögunni Siddartha sem kom út árið 1922. Tónleikarnir fara fram í tehúsi sem er í eigu Billy Corgan og er staðsett í Chicago. Corgan sagði að tónleikarnir myndu innihalda mikið af ambient hljóðum og synthum. 

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.