Púlsinn

Púlsinn 17.febrúar 2014

Ástralska hljómsveitin AC/DC hefur nú tilkynnt að þeir séu að undirbúa upptökur á næstu hljóðversplötu, sem myndi verða þeirra fyrsta síðan að platan Black Ice kom út árið 2008. Hljómsveitin ætlar einnig að fara í tónleikaferð til að fagna 40 ára afmæli AC/DC og sagði Brian Johnson að planið væri að halda 40 tónleika víðsvegar um heiminn til að fagna þessum áfanga.

Hörðustu aðdáendur Radiohead ættu að íhuga að skella sér til Detroit en kokkur á Detroit Golf Club hefur nú búið til matseðil sem allur er bygður á plötunni Kid A með Radiohead. Með matseðlinum er einnig vínlisti sem líkt og matseðillinn er byggður á plötunni.

Kim Gordon, sem er hvað þekktust fyrir bassaleik með Sonic Youth, var í viðtalið við breska blaðið Guardian um stöðu kvenna í tónlist og vildi hún meina að í hver sinn sem tvö skref væru stigin áfram væri eitt skref tekið aftur á bak. Talaði hún þá sérstaklega um tónlistarkonur sem nota kynþokka til að koma sér á framfæri. En Kim Gordon, sem nú er sextug, er að vinna að ævisögu sinni sem verður án efa afar áhugaverð lesning.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.