Púlsinn

Púlsinn 10.febrúar 2014

Frumburður hljómsveitarinnar Mono Town, platan In the Eye of the Storm, er kominn út í rafrænu formi hér á Íslandi en það er útgáfufyrirtækið Record Records sem sér um að gefa plötuna út hér á landi. Áþreifanleg eintök af plötunni koma svo út þann 11.mars nk og er forsalan fyrir þá útgáfu hafin í vefverslun Record Records.

 

Miðasala á tónleika Neil Young og Crazy Horse sem fara fram í Laugardalshöll 7.júlí nk er hafin á midi.is. Tónleikarnir eru hluti af ATP tónleikahátíðinni og bætist Neil Young þá við dagskránna sem þegar inniheldur hljómsveitir og listamenn á borð við Interpol, Portishead, Kurt Vile, Fuck Buttons og fleiri. Bæði er hægt að kaupa armband á hátíðinia sem gildir einnig inn á tónleika Neil Young sem og að hægt verður að kaupa stakan miða á tónleika Neil Young.

 

Hljómsveitin Bombay Bicycle Club hefur ástæða til að fagna þessa daganna en í gærkvöldi varð ljóst að platan So Long, See You Tomorrow, sem er nýjasta verk sveitarinnar, fór rakleiðis á topp breska vinsældarlistans og er það í fyrsta skipti sem Bombay Bicycle Club á plötu á toppi listans.

 

Hljómsveitin Arctic Monkeys spilaði á sínum stærstu tónleikum í Bandaríkjunum til þessa á laugardaginn þegar að sveitin kom fram í Madison Square Garden í New York. Hljómsveitin spilaði öll lögin nema tvö af plötunni AM og spiluðu þeir einnig lög af öllum plötum sínum. Það sem vakti hvað mesta athygli á tónleikunum var hinsvegar að Arctic Monkeys ákváðu að spila Bítlalagið All My Loving til að fagna því að 50 ár voru liðin frá því að Bítlarnir komu fram í sjónvarpi í Bandaríkjunum í fyrsta skipti.

 

Í Straumi í kvöld ætlar Óli Dóri að kíkja á nýtt efni með Sbtrkt, Helix & Hrdvsion, Mas Ysa, Moon Boots, Kelela og fleiri en Straumur er á dagskrá klukkan 23:00 í kvöld.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.