Púlsinn

Púlsinn 7.febrúar 2014

Matt Helders, trommari hljómsveitarinnar Arctic Monkeys, hefur sagt að hljómsveitin sé miklu betri núna heldur en síðast þegar að þeir komu fram á Reading hátíðinni sem var árið 2009. Helders sagði að síðast þegar að hljómsveitin kom fram á hátíðinni hafði það frekar verið vegna eftirspurnar heldur en að þeir hafi verið tilbúnir til þess. En nú væri rétti tíminn til að gera þetta almennilega og sjálfur sagðist Matt Helders vera spenntur fyrir því að fara upp á svið án þess að vera að deyja úr stressi.

 

Moldríkir aðdáendur Manchester hljómsveitanna Oasis og Stone Roses ættu að gleðjast því að nú er verið að setja nokkra hluti sem tengjast þessum hljómsveitum á uppboð í Bretlandi. Á meðal hluta sem verður boðið upp er fyrsta demó kasettan frá Oasis sem inniheldur handskrifaðan lagalista frá Noel Gallagher en talið er að hægt verði að kaupa kasettuna á ca 300.000kr. Einnig verður hægt að kaupa óútgefið lag frá Stone Roses en það myndi kosta rúmlega hálfa milljón.

 

Metallica gítarleikarinn Kirk Hammett hefur nú sagt að þær fréttir að hljómsveitin sé byrjuð að taka upp nýtt efni séu nokkuð ýkta og þeir hafa raunverulega lítið gert. Hann segir að þeir hafi vissulega prufað að æfa upp smá brot af nýju efni en ekki sé búið að skipuleggja neinar formlega upptökur.

 

Það verður ýmislegt um að vera í borg óttans um helgina og þá sérstaklega á Laugardaginn. Á Bar 11 verður hljómsveitin Atónal Blús með útgáfutónleika. Á Harlem mun svo hljómsveitin Ultra Mega Technobandið Stefán fagna útgáfu plötunnar Upphrópunarmerki og síðast en ekki síst verður indverska prinsessan Leoncie með tónleika á Gauknum.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 10:00 - 12:0090s helgi með Frosta
  • 12:00 - 14:00Fótbolti.net
  • 14:00 - 18:0090s helgi með Mána
  • 18:00 - 00:00X tónlist

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.