Púlsinn

Púlsinn 5.febrúar 2014

Bassaleikarinn Flea í Red Hot Chili Peppers hefur viðurkennt að hljóðfærin þeirra voru ekki í sambandi þegar að hljómsveitin kom fram í hálfleik á Super Bowl á sunnudaginn. Hljómsveitin kom fram í örstutta stund sem sérstakir gestir og var nýtt áhorfsmet slegið þegar að rúmlega 115 milljónir manna í Bandaríkjunum horfðu á flutning þeirra á laginu Give it Away. Um leið og þeir fóru á svið loguðu hinsvegar samskiptamiðlar að það virtist sem svo að hljóðfæri þeirra væru ekki í sambandi og nú hefur Flea semsagt viðurkennt að bassinn, trommurnar og gítarinn hefðu ekki verið í sambandi en söngurinn hafi hinsvegar verið live. Hann sagði að þeir hefðu ekki haft neitt um málið að segja og hafi tekið þá ákvörðun að gera það nokkuð augljóst að hljóðværin væru ekki í sambandi til að blekkja ekki aðdáendur sínar, enda er nokkuð augljóst að um mime sé að ræða þegar að frammistaðan er skoðuð.

 

Áhorfendur á tónleikum Pearl Jam í Ástralíu duttu heldur betur í lukkupottinn á sunnudaginn þegar að sveitin ákvað að spila ábreiðu af Neil Young slagaranum Rockin‘ In the Free World. Þeir eru þó mjög vanir að spila lagið á tónleikum en það sem gerði þessa framkomu nokkuð sérstaka er að þeir buðu Arcade Fire með upp á svið og voru það því báðar hljómsveitir sem tóku þetta magnaða lag fyrir heppna Ástrala.

 

Plata vikunnar hér á X-inu 977 er platan Hermd með hljómsveitinni Sign. Þessi fimmta breiðskífa hljómsveitarinnar hefur verið í vinnslu nokkuð lengi og er nú loks kominn út. Platan inniheldur 11 lög og hafa tvö þeirra, Ghosly, We Walk og With the Stars þegar notið vinsælda hér á X-inu. Vertu með vel stillt á X-ið alla vikuna og þú gætir unnið eintak af plötunni Herm með Sign.

 

Að lokum minnum við á Sónar Reykjavík hátíðina sem fer fram í Hörpu dagana 13-15. Febrúar 67 listamenn, hljómsveitir og plötusnúðar koma fram og er miðasala í fullum gangi á midi.is

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.