Púlsinn

Púlsinn 5. desember

Ghostigital mun spila á "Have a Merry Merry Kexmas" tónleikaröðinni núna á fimmtudagskvöldið.
Tónleikaröðin samanstendur af 3-4 stuttum tónleikum í veitingasal Kex Hostel út desember. Þar munu hljómsveitir kynna útgáfur sínar fyrir jólin og leika tónlist fyrir gesti staðarins.

Ekkert kostar á tónleikana og hefjast þeir klukkan 20:30 og standa til 21:30.

Rokkhljómsveitin NYKUR verður með hörku tónleika á Bar 11, fimmtudagskvöldið 5. desember. Mun sveitin flytja lög af samnefndri plötu sveitarinnar sem kom út fyrir nokkru.
En sjón og heyrn eru sögu ríkari. Nykur mun hefja leik á Bar 11 upp úr kl. 22:00 og að endingu ber að taka fram að aðgangur er  ókeypis.

Plata vikunnar á X-977 er önnur plata Ojba Rasta. Platan heitir Friður og hefur nú þegar hlotið frábærar viðtökur og góða dóma, bæði fyrir útlit og innihald. Hlustaðu á X-977 og þú getur krækt þér í eintak.


The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 07:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00X tónlist
  • 22:00 - 00:00Straumur

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.