Púlsinn

Púlsinn 27. nóvember

Xið 977 kynnir
Útgáfutónleikar Tilbury í Hörpu
Tilbury fagnar útgáfu nýjustu plötu sinnar, Northern Comfort með útgáfutónleikum í Kaldalóni í Hörpu á fimmtudagskvöld.
Miðasala er í fullum gangi á Miði.is en örfáir hlustendur Xins eiga möguleika að næla sér í frímiða á tónleikana.
Vertu með stillt á Xið og þú átt sjéns að næla þér í miða á útgáfutónleika Tilbury


Fuzz Fezt verður haldið sjöunda árið í röð um næstu helgi á bar 11.

Fram koma á föstudagskvöldið
Brain Police
Otto Katz Orchestra
Oni

Fram koma á laugardagskvöld
Plöw (DE)
Why Not Jack
Tundra 
Godchilla

Frítt inn og rokkið byrjar kl 22:00

Hjaltalín ætlar að frumsýna nýtt myndband í Kaldalóni í Hörpu í kvöld. Allir eru hjartanlega velkomnir og boðið verður upp á létta hressingu.

Myndbandið er við lagið I Feel You af plötunni Enter 4 sem kom út fyrir um ári síðan. Einmitt þá hófst undirbúningur myndbandsins sem er því búið að fara í gegnum langt og strangt vinnsluferli.
Leikstjórar eru þeir Snorri Eldjárn og Hörður Sveinsson en þetta er þeirra fyrsta myndband. Punktinn yfir i-ið setti svo eftirvinnslumeistarinn Magne Kvam.

Eftir Hörpu verður svo haldið rakleiðis á Dolly þar sem haldið verður áfram að bjóða upp á áfengar veigar og vonandi mun dansinn duna langt fram eftir nóttu.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.