Púlsinn

Púlsinn 8. nóvember

Ronnie Vannucci trommari The Killers segir að nú sé góður tími fyrir sveitina að taka sér pásu. Álagið hafi verið gríðarlegt undanfarið að allir tankar tómir. Allir meðlimir sveitarinnar ætla samt að vinna að öðrum tónlistarverkefnum í pásunni. Brandon Flowers söngvari er byrjaður að vinna að annarri sólóplötunni sinni og Vanucci ætlar að vinna plötu með hljómsveitinni Big Talk.

Hljómsveitin The National er nú þegar byrjuð að íhuga næstu plötu. Platan þeirra, Trouble Will Find Me, kom út fyrr á árinu og fékk góðar viðtökur. Næstu plötu vilja félagarnir hafa hráa og einfalda sem ætti að svínvirka eins og fyrri verk sveitarinnar.

Dave Grohl situr aldrei auðum höndum og nú skellti sér í country tónlist. Hann trommaði með hljómsveitinni Zac Brown Band á country verðlaunahátíð í Nashville og allt ætlaði um koll að keyra. Hann hefur sömuleiðis stofnað hljómsveit ásamt vini sínum, leikaranum Jack Black og Val Kilmer. Alltaf nóg að gera hjá Dave.

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.