Púlsinn

Púlsinn 2. október 2013

Sýrusveitirnar Tame Impala og Flaming Lips ætla að gefa út sameiginlega EP plötu á næstunni. Á plötunni verða 4 lög og munu Tame Impala spreyta sig á tveimur lögum Flaiming Lips og öfugt. Það er nokkuð öruggt að þetta verður brakandi snilld.


Lorenzo Sillito er hættur sem gítarleiki áströlsku hljómsveitarinnar Temper Trap. Sillito hefur leikið með sveitinni síðan árið 2006 og skilur við sveitina í mesta bróðerni. Sveitin vinnur þessa dagana að sinni þriðju breiðskífu sem á að fylgja eftir vinsældum plötunnar Temper Trap frá árinu 2012.


Nick Cave And The Bad Seeds hafa boðið heppnum aðdáendum á sérstaka tónleika sem verða haldnir í London. Tónleikarnir verða teknir upp sem hluti af heimildarmynd um Cave. Kylie Minogue mun koma fram sem gestur á tónleikunum en hún söng eftirminnilega með Cave á plötunni Murder Ballads frá árinu 1996

The control has thrown an exception.

Dagskráin í dag

  • 00:00 - 10:00X tónlist
  • 07:00 - 09:00Morgunþátturinn Ómar
  • 09:00 - 12:00Harmageddon
  • 12:00 - 16:00Síðdegisþátturinn Ómar
  • 16:00 - 20:00Séra Jón
  • 20:00 - 22:00Saga Nazari
  • 22:00 - 00:00Glymskrattinn

Fylgstu með okkurVinsamlega athugið að ósóttum vinningum verður ráðstafað annað að 14 dögum liðnum frá gjafadegi.